31.1.2008 | 15:33
Eðlileg viðbrögð
Það er mjög eðlilegt að kráareigendur séu ekki ánægðir með að þurfa að láta reykingafólk híma úti undir vegg og púa þar. Það hægir auðvitað á drykkjunni og hefur líka fælingaráhrif í för með sér gagnvart þeim reyklausu sem hugsanlega vildu líta inn þar sem þeir þurfa fyrst að ganga í gegn um reykmettað loftið frá þessum púandi. Það hlýtur samt að verða krafa þeirra reyklausu bæði gesta og einnig starfsfólks að þurfa ekki að hafast við í reykmettuðu umhverfi á þessum stöðum. Það er eðlilegt að heimilt sé að skapa reykaðstöðu innandyra þar sem hægt verði að skapa þeim sem reykja sæmilega aðstöðu án þess þó að um væri að ræða að fá afhentar veitingar inn á þannig svæði.
Leyfa reykingar í mótmælaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í Þýskalandi tóku nokkrir reykingamenn sig til og keyptu eina krá,
stofnuðu
"reykingaklúbb" og hann er til húsa í kránni, en það er stranglega
bannað
að hleypa "no smókers" inn. Þú verður semsagt að vera reykingamanneskja
til
að verða meðlimur í klúbbnum, og sýna klúbbskírteini til að komast inn.
Ef klúbbfélagi síðan hættir að reykja er honum meinuð aðganga. Eins
verður
starfsfólkið að vera reykingafólk. Mjög lógískt, svo að þeir sem ekki
reykja eru ekki í heilsufarshættu, og þurfa ekki að þola pestina. En
þeir
sem reykja geta áfram farið á pöbbinn og fengið sér bjór og sígó.
Þetta
er að mínu mati jafnrétti.
ragga (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.