Að kasta af sér vatni á almannafæri. Mannréttindi eða glæpur?

Að undanförnu hafa borist fréttir af því að fólk hafi verið beitt sektum fyrir það eitt að kasta af sér vatni á almannafæri.

Er hægt að banna fólki að míga ef ekkert salerni er nærri og þörfin er brýn? Er það ekki hluti af frumþörfunum að losa líkamann við þvag og saur.

Sem betur fer gengur fólki oftast betur að halda í sér ef það þarf að skíta en míga.

Á hinn bóginn má auðvitað segja að það sé afar hvimleitt ef menn míga nánast sér til gamans utan í mannvirki eða aðrar eigur annarra og má vel vera að hægt væri að sekta fyrir það.

Ef menn hinsvegar gæta alls velsæmis að öðru leyti en því að vera svo óheppnir að þurfa að míga án þess að eiga þess kost að komast á klósett og velja sér þá grasflöt eða tré til að taka við þessu þá er það nú varla annað en sjálfbjargarviðleitni frekar en láta það fara í buxurnar, enda tækju þær tæpast við nema litlu af magninu hitt færi hvort sem er niður til jarðarinnar, ja nema menn séu í stígvélum.

Það stenst varla að hægt sé að beita viðurlögum við þær aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Það verður seint bannað að míga úti í blessaðri náttúrunni.  Þær aðstæður er ekki hægt að heimfæra upp á Austurstrætið.

Réttur manna til að míga endar þar sem réttur annarra til að ganga ekki í hlandpollana byrjar, vænti ég ?

Kári Harðarson, 21.9.2007 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband