Eina færa leiðin var farin

Mikið hefur verið bullað um hvort fella hafi átt þennan saklausa hvítabjörn eður ei, og heitar umræður skapast um að hægt hefði verið að þyrma lífi hans, með því t. d. að svæfa hann eða gefa honum deyfilyf.

Auðvitað hefði það verið mögulegt ef hægt hefði verið að vera í friði fyrir forvitnum áhorfendum sem dreif að úr báðum áttum eins og fram hefur komið í fréttum. Það eitt og sér gerði það hins vegar að verkum að vonlaust var að fresta því meir að aflífa dýrið.

Það er ekki hægt að ábyrgjast það að svona skepna taki ekki snögglega á rás í átt að vænlegu fórnarlambi úr hópi forvitinna áhorfenda og þá er ekki ólíklegt að ómögulegt hefði verið að skjóta á björninn af hættu á að hæfa hugsanlega manneskju sem þvælist fyrir í staðinn.

Þetta er ekkert gæludýr. 

Það voru auðvitað mistök að loka ekki veginum beggja vegna Þverárfjalls strax og reyna að fá æti til að seðja skepnuna, en úr því sem komið var, var eina leiðin að aflífa dýrið snarlega eins og gert var.


mbl.is Hvítabjarnarmál vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnar

Var einhver að segja að þetta væri gæludýr. Þarf fólk sem virðir líf dýra að horfa til þeirra sem einhverra knúsídúlla bangsa? Ég t.d. gæti vel hugsað mér að stoppa einn þeirra, sem drap dýrið, upp og hafa upp í stofu... jah bara svona sem húsgagn.

Unnar, 5.6.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Eggert Aðalsteinn Antonsson

Af hegðun þeirra sem dreif að beggja vegna að hefði mátt ætla að þeir litu á þetta sem eitthvert gæludýr. Svo einfalt er það.

Eggert Aðalsteinn Antonsson, 5.6.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Unnar

Var birninum eytt vegna þess að fjölskyldur komu að staðnum með krakkana á öxl til að sjá sæta björninn?

Mér finnst, með fullri virðingu, ekki hægt að svara þér þegar þú orðar þetta svona. Þú virðist vera fullorðinn, nema það sé búið að falsa aðganginn þinn. Hvernig vogar þú þér að gefa til kynna að engin önnur leið var fær? Hvað hefur þú þér til grunns í þeim efnum? EKKI RASSGAT. Það var byssu- og drápgleði sem réð þarna ferðum og ekkert annað. Enda farið að tala um að stoppa upp dýrið í næstu frétt. Þú ert lúser með stóru eLLi. 

Unnar, 5.6.2008 kl. 23:47

4 Smámynd: Eggert Aðalsteinn Antonsson

Já Unnar: Fyrirgefðu að ég skyldi hafa aðra skoðun á þessu en þú. Þín er örugglega ekkert síðri en mín. Með vinsemd og virðingu.

Eggert Aðalsteinn Antonsson, 6.6.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband